breyting á deiliskipulagi
Þórunnartún 4 (áðurSkúlatún 4)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 493
2. júní, 2014
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skúlatúns 4 ehf. dags. 8. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt lagfærðum uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 13. mars 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 13. febrúar 2014. Tillagan ar auglýst frá 9. apríl 2014 til og með 28. maí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón S. Karlsson dags. 4. apríl 2014, Fosshótel Reykjavík ehf. dags. 24. mars 2014 og 21. maí 2014, Höfðahóteli dags. 21. maí 2014, eigendur og leigjendur að Þórunnartúni 2 dags. 21. maí 2014 og Höfðatorg ehf. dags. 28. maí 2014. Einnig er lagt fram bréf Apex lögfræðiþjónustu f.h. eiganda Þórunnartúns 4 dags. 27. maí 2014 varðandi framkomnar athugasemdir.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.