Breytingar á mhl.05 - BN057713
Borgartún 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 655
27. október, 2017
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. , mótt. 1. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún í samræmi við rammaskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 5. apríl 2017. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með allt að 65 íbúðum, lifandi jarðhæðir og bílastæði í bílakjallara. Lögð er áhersla á góðar göngutengingar í gegnum svæðið, mannlegan kvarða og góða aðstöðu fyrir hjólandi vegfarendur. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni og hækkar nýtingarhlutfall á lóð úr 0,83 í 1,96, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. , dags. 1. júní 2017. Einnig er lagt fram skuggavarp Yrki arkitekta ehf. , ódags, minnisblað um umferðarmál, dags. 24. ágúst 2017, og fundargerð frá íbúafundi frá 16. ágúst 2017. Tillagan var auglýst frá 20. júní 2017 til og með 15. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gunnar S. Óskarsson f.h. Smith & Norland hf., dags. 12. september 2017, Einar Páll Svavarsson, dags. mótt. 14. september 2017, Lex lögmannsstofa f.h. Mánatúns 7-17, húsfélags og íbúa, ásamt undirskriftalista Mánatúns 7-17, dags. 15. september 2017, Geir Sigurðsson, dags. 15. september 2017, Kristín Birna Bjarnadóttir, Bergljót María Sigurðardóttir og Sigrún Sigvaldadóttir, dags. 15. september 2017 og Aðalsteinn Steinþórsson og Birna Stefnisdóttir, dags. 15. september 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. október 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.