starfsemi Ísteka ehf.
Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 675
6. apríl, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017, hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018 og minnisblað um lagnaleiðir dags. 21. mars 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 44, Grensásvegi 12 og Síðumúla 29 og 31.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.