starfsemi Ísteka ehf.
Grensásvegur 8 og Eirhöfði 13 og 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 853
21. janúar, 2022
Annað
‹ 482789
483170
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. desember 2021 var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 14. apríl 2021 um hvort starfsemi Ísteka ehf. að Grensásvegi 8 og Eirhöfða 13 og 15 samræmist skipulagi. Einnig er lögð fram tilkynning Ísteka ehf. til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu dags. 23. mars 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2021. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Umhverfisstofnunar dags. 15. desember 2021 þar sem óskað er eftir ítarlegri skýringum. Einnig er lagt fram bréf Ístaka dags. 22. desember 2021. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 21. janúar 2022.
Svar

Umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 21. janúar 2022, samþykkt.