lóðabreyting
Brautarholt 18 og 20
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 604
7. október, 2016
Synjað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. , mótt. 13. september 2016, um að breyta notkun húsanna á lóðunum nr. 18 og 20 við Brautarholt, hækka mæni hússins á lóð nr. 18 við Brautarholt þannig að full lofthæð náist í stærstum hluta 4. hæðar, endurbyggja núverandi kvisti og rífa skúra á baklóð og byggja í þeirra stað byggingu sem eru í samræmi við þær heimildir sem eru samþykktar fyrir lóðina. Hækka hæðaskil á 4. hæð hússins á lóð nr. 20 við Brautarholt og bæta einni inndreginni hæð ofan á húsið (5. hæð), rífa bakbyggingu og endurbyggja í samræmi við þær heimildir sem eru samþykktar fyrir lóðina, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. , dags. 12. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2016.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2016.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007696