Á fundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn
Stáss Design ehf.
, mótt. 19. janúar 2016, um að hækka húsin á lóðunum nr. 18 og 20 við Brautarholt um eina inndregna hæð þannig að húsin verði allt að fimm hæðir í stað fjögurra, byggja 120 cm breiða útbyggingu (svalagang) við húsið á lóð nr. 20 við Brautarholt á 2. til 4. hæð o.fl., samkvæmt tillögu
Stáss Design ehf.
, ódags. Einnig er lögð fram greinargerð
Stáss Design ehf.
, ódags. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.