Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. september 2016 var lögð fram umsókn
Landmótunar sf.
, mótt. 22. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðarinnar nr. 8 við Grandagarð. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri göngubryggju austan við lóð Grandagarðs 8 sem tengir núverandi bryggju við gönguleið / bryggju við Rastagötu, samkvæmt uppdr.
Landmótunar sf.
, dags. 21. september 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.