breyting á deiliskipulagi
Nýi Skerjafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 894
24. nóvember, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Nýja Skerjafjarðar. Við vinnslu deiliskipulagstillögu var m.a. horft til umhverfisgæða með hliðsjón af uppfærðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Breytingin felst í: 1. Komið er fyrir dreifistöðvum Veitna ohf. með byggingarreitum á þremur stöðum innan deiliskipulagssvæðis. Ein dreifistöðin, sú sem er nyrst í græna ásnum fær sérlóð. 2. Kafla 5.10 vegna lóðar 5 í greinargerð er breytt. 3. Afmörkun fylgilóða fyrir djúpgáma í götum felld niður og gert er ráð fyrir sorpgerðum á lóðum sérbýla og raðhúsa og djúpgámum á fjölbýlishúsalóðum undir einu eignarhaldi. 4. Akfær stígur á lóð 5 er felldur niður og er 0byggingarreitur austanmegin lóðar verður þá óslitinn en þess í stað er komið fyrir akfærum stíg vestan megin lóðar að djúpgámum. 5. Svæði afmörkuð á uppdrætti fyrir tímabundin haugsvæði vegna geymslu á menguðum jarðvegi á meðan vinna við jarðvegshreinsun stendur yfir, samtals 1 ha að stærð. 6. Tákn fyrir ofanvatnsrás á grænu svæði vestast á skipulagssvæði tekið út vegna breyttrar hönnunar ofanvatnslausna. 7. Byggingarreitir fyrir raðhús á lóð 2 dregnir inn 2m frá hjólastíg til að rýmka milli hjólastígs og húsgafla. 8. Byggingarreitir sérbýla við Skeljanes stækkaðir. 9. Lóðum 2, 3, 4, 6 og 10 skipt upp í smærri lóðareiningar. 10. Skilmálar fyrir lóð 10 undir hjúkrunarheimili eru felldir úr gildi en fjölbýlishúsum komið fyrir með allt að 80 íbúðum á lóðum 10a og 10b. 11. Lóðir sem snúa að miðsvæðum hafi heimild til atvinnu- og þjónusturýma á jarðhæðum sem snúa að götu. 12. Stök hús í inngörðum minnkuð á reitum 4 og 6. 13. Götuheitum nafnanefndar bætt inná uppdrátt. 14. Við port og sund á lóðum 3, 4, 5 og 10 skal vera uppbrot í útvegg og vandaður frágangur. Breyting deiliskipulagsáætlana þessara er sett fram á þremur uppdráttum; deiliskipulaguppdrætti, skýringaruppdrætti og skuggavarpsuppdrætti, dags. 4. mars 2022, og í uppfærðri greinargerð, almennum skipulagsskilmálum og sérskilmálum, dags. 26. júní 2020 síðast br. 4. mars 2022. Einnig fylgir samantekt breytinga ásamt hönnunarleiðbeiningum fyrir almenningsrými, götur, torg og inngarða, dags. 4. mars 2022. Tillagan var auglýst frá 27. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Eftirtaldir sendu umsagnir: Isavia dags. 13. maí 2022, Bláskógabyggð dags. 20. maí 2022, Veðurstofa Íslands dags. 2. júní 2022, Mosfellsbær dags. 13. júní 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 13. júní 2022, Umhverfisstofnun dags. 13. júní 2022, Minjastofnun Íslands dags. 13. júní 2022 og Veitur dags. 13. júní 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Veitna dags. 17. og 23. ágúst 2022 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.