breyting á deiliskipulagi
Nýi Skerjafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 601
16. september, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
‹ 431471
432494
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. september 2016, vegna eftirfarandi afgreiðslu borgarráðs frá 8. september 2016 á bréfi Félagstofnunar stúdenta, dags. 24. ágúst 2016, um lóð undir stúdentaíbúðir í Skerjafirði: "Borgarráð tekur jákvætt í erindi Félagstofnunar stúdenta og tekur undir að áhugavert væri að gera ráð fyrir byggingu stúdentagarða á hinu nýja uppbyggingarsvæði í Skerjafirði og uppfylla þannig hluta viljayfirlýsingar um átak í fjölgun stúdentaíbúða í borginni. Eðlilegt er að fulltrúar stúdenta verði einn af lykilhagsmunaaðilum í mótun skipulagssvæðisins og er því beint til umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að tryggja að svo verði. Þá verður haft samráð við fjármálaráðuneytið til að tryggja að úthlutun lóða til uppbyggingar stúdentaíbúða að loknu skipulagsferli falli að ákvæðum kaupsamnings borgarinnar á landi í Skerjafirði.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.