breyting á deiliskipulagi
Nýi Skerjafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 859
4. mars, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Við endurskoðun deiliskipulags 1. áfanga Nýja Skerjafjarðar var m.a. horft til umhverfisgæða með hliðsjón af uppfærðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Breytingin felst í: 1). Komið fyrir þremur dreifistöðvum Veitna ohf. 2). Kafla 5.10 í greinargerð vegna lóðar nr. 5 er breytt. 3). Í kafla 5.13 í greinargerð er afmörkun fylgilóða fyrir djúpgáma í götum felld niður en gert ráð fyrir sorpgerðum á lóðum sérbýla og raðhúsa, djúpgámum á fjölbýlishúsalóðum undir einu eignarhaldi (HOOS, Félagsstofnun Stúdenta og Bjarg) en hefðbundnum sorpgeymslum í húsakroppum á jarðhæðum annarra fjölbýla, skóla og atvinnuhúsnæðis. 4). Akfær stígur á lóð nr.5 er felldur niður, byggingarreitur austanmegin lóðar verður óslitinn og komið fyrir akfærum stíg vestan megin lóðar að djúpgámum. 5.) Svæði eru afmörkuð á uppdrætti fyrir tímabundin haugsvæði vegna geymslu á menguðum jarðvegi (meðan jarðvegshreinsun stendur yfir). Nyrðra haugsvæði er 2.500 m² reitur og syðra afmarkast af 7.500 m² reit, samtals 1 ha. 6). Tákn fyrir ofanvatnsrás á grænu svæði vestast á skipulagssvæði tekið út vegna breyttrar hönnunar ofanvatnslausna. 7.) Byggingarreitir fyrir raðhús á lóð nr. 2 dregnir inn 2m frá hjólastíg. 8.) Byggingarreitir sérbýla við Skeljanes stækkaðir úr 10 x 10 m í 10 x 13. 9.) Lóðum nr.2, 3, 4, 6 og 10 skipt upp í smærri lóðareiningar. 10). Skilmálar fyrir lóðir nr.10 undir hjúkrunarheimili felldir úr gildi en komið fyrir fjölbýlishúsum fyrir allt að 80 íbúðum á lóðum nr.10a og 10b. 11.) Lóðir sem snúa að miðsvæðum hafi heimild til atvinnu- og þjónusturýma á jarðhæðum sem snúa að götu og skal taka tilliti til aukinnar salarhæðar. 12). Stök hús í inngörðum minnkuð og skulu nýtt sem hjólageymslur eða önnur sameignarrými, ekki íbúðir, á einni hæð (salarhæð að hámarki 3 m) og með torfþökum. 13). Íbúðir í 1. áfanga fækkar úr 685 íbúðum í 668 sbr. uppfærða skilmálatöflu. 14). Götuheitum nafnanefndar bætt inná uppdrátt.
Breyting deiliskipulagsáætlana þessara er sett fram á deiliskipulaguppdrætti, skýringaruppdrætti og skuggavarpsuppdrætti ásamt uppfærðri greinargerð, dags. 4. mars 2022. Hönnunarleiðbeiningar fyrir almenningsrými, götur, torg og inngarða, dags. 4. mars 2022, á vegum borgarhönnunardeildar á skrifstofu samgöngustjóra fylgja með sem fylgigögn. Að öðru leyti gilda skilmálar eins og þeir voru samþykktir í borgarstjórn 20. apríl 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til auglýsingar.