breyting á deiliskipulagi
Nýi Skerjafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 745
27. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. ágúst 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18. júlí 2019 þar sem óskað er eftir umsögnum vegna gerðar landfyllingar fyrir íbúðarbyggð í Skerjafirði. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 13. ágúst 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. ágúst 2019, umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða, dags. 16. ágúst 2019, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. ágúst 2019, umsögn Hafrannsóknastofnunar dags. 28. ágúst 2019 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 29. ágúst 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2019.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2019 samþykkt.