Lagt fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags 26. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu. Í breytingunni fyrir Skúlagötu 26 felst í megin atriðum stækkun byggingarreits og lóðar, breytt aðkoma, hækkun húss úr 60 metrum í 66,5 metra. Einnig er reitur spennistöðvar fluttur til og bætt við heimildum vegna byggingahluta út fyrir byggingareit vegna tæknilegra lausna. Í breytingum fyrir Skúlagötu 28 eru flóttastigar betur skilgreindir á uppdrætti. Bílastæða- og hjólakröfur breytast skv. skilmálum á öllum lóðum samkvæmt uppdrætti T.ark Arkitekta ehf. dags 20. júní 2019.
Svar
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.