breyting á deiliskipulagi
Skúlagata 26 og 30
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 750
7. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags 26. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu. Breytingin fyrir Skúlagötu 26 felst í megin atriðum í stækkun byggingarreits og lóðar, breyttri aðkomu að bílakjallara, hækkun hámarks hæðar úr 60 m í 66,5 m til að koma fyrir þakformi, tæknirýmum, útsýnissvæði og flutningi á spennistöð út að Vitastíg. Breytingin fyrir Skúlagötu 28 felst í betri skilgreiningu flóttastiga og breyttum bíla- og hjólastæða kröfum. Breytingin fyrir Skúlagötu 30 felst í breyttum bíla- og hjólastæða kröfum, samkvæmt uppdr. dags. 20. júní 2019 síðast br. 29. ágúst 2019. Einnig er lagt fram samþykki/umboð eigenda Skúlagötu 26, 28 og 30 dags 5. júlí 2019 og samgöngumat Eflu dags 29. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 23. september 2019 til og með 4. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

101 Reykjavík
Landnúmer: 101120 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017756