breyting á deiliskipulagi
Skúlagata 26 og 30
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 704
9. nóvember, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Tark Arkitekta ehf. dags. 13. ágúst 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, vegna lóðanna nr. 26 og 30 við Skúlagötu. Í breytingunni að bílastæðaskilmálar íbúða breytist frá því að vera 1 blst/íbúð í 1 blst á 120 fm. íbúðarhúsnæðis, stækka byggingarreit Skúlagötu 26 um 0,8 m. og breyta hluta almennra bílastæða á borgarlandi í rútustæði, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 13. ágúst 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skúlagötu 28, 30, 32 og 34 og Hverfisgötu 83 og 85-91.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101120 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017756