breyting á deiliskipulagi
Lækjargata 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 734
28. júní, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju umsókn Studio Granda ehf. dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu. Í breytingunni felst m.a. að einnar hæðar bakbyggingar gamla hússins og skúr við gafl Lækjargötu 6b verði fjarlægðar og endurbyggðar að hluta, byggðar eru 2 hæðir og portbyggt ris með kvistum yfir innkeyrsluramp auk þess sem byggt er upp að gafli Lækjargötu 6b. Gert er ráð fyrir kjallara undir gamla húsinu og nýbyggingu, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Studio Granda ehf. dags. 1. október 2018. Einnig er lögð fram útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands 3. ágúst 2016, minnisblað EFLU dags. 24. nóvember 2016 og Bréf Studio Granda ehf. dags. 1. október 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. nóvember 2018 og bréf Studio Granda ehf. dags. 22. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Ingvarsson f.h. eiganda að Lækjargötu 6B dags. 29. apríl 2019 og Jón Örn Valsson, Magnús Steinþórsson og Eiríkur Óskarsson f.h. húsfélagsins Pósthússtræti 13 dags. 8. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100870 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020759