Bílageymslu breytt í íbúð
56">Bergþórugata 5
Síðast Synjað á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 607
28. október, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. september 2016 var lögð fram umsókn Yngva Sindrasonar. mótt. 13. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 5 við Bergþórugötu. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í fjórar að hámarki og byggja við húsið bæði að vestan- og austanverður innan byggingarreits, þó verður hluti viðbygginga inndreginn og bætt við svölum á suðurhlið, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 1. september 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bergþórugötu 3, 4, 6, 6B, 7 og 8 og Njálsgötu 28, 30, 30B og 32B, þegar lagfærðir uppdrættir hafa borist embættinu.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102429 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007107