Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir skólann er stækkaður og byggingarmagn skólahúsnæðis er aukið. Fallið er frá því að minnka bílakjallara og fækka bílastæðum á lóðinni samkvæmt uppdrætti Glámu-Kím dag. 21. janúar 2014. Tillagan var auglýst frá 24. febrúar til og með 7. apríl 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hverfisráð Laugardals dags. 10. mars 2014.