rekstrarleyfi í flokki III
Bárugata 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 393
4. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja skorstein og koma fyrir lyftu, byggja kvist á rishæð, koma fyrir björgunarsvölum, breyta innra skipulagi og fjölga gistirýmum í 15 fyrir samtals 30 gesti í gistiheimili á lóð nr. 11 við Bárugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. mars til 25. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helgi Már Björgvinsson og Marta Jónsdóttir dags. 27. mars 2012. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. febrúar 2012 fylgja erindinu.
Stærðir óbreyttar
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Svar

Vísað til skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100561 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006861