Farfuglaheimili
Bankastræti 7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 409
24. ágúst, 2012
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir, brunastiga og geymslur við 4. hæð og innrétta farfuglaheimili á 2. - 4. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti. Grenndarkynning stóð frá 23. júlí til 21. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Baldursson f.h. Húsakaupasjóðs Íslensku Óperunnar dags. 14. ágúst 2012. Einnig er lagt fram samþykki Eikar fasteignafélags hf. , eigenda að Bankastræti 5, og Hús málarans ehf., eiganda að Bankastræti 7A, móttekið 21. ágúst 2012. Einnig er lagt fram tölvubréf Stefáns Baldurssonar fh. íslensku Óperunnar dags. 24. ágúst 2012 þar sem hann dregur fyrri athugasemd til baka.
Stækkun 16,4 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.910
Svar

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101325 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007581