breyting á deiliskipulagi
Grensásvegur 1
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 788
11. september, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 7. september 2020 ásamt bréfi dags. 10. ágúst 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að bætt er við skilmálatexta heimild til þess að gera íbúðir á jarðhæð að inngarði í húsum C og syðst í húsi B og heimil notkun B er skilgreind nánar. Einnig er heimild fyrir fjölda hæða í bílakjallara breytt, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta dags. 31. júlí 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.