Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 22. mars 2019 ásamt minnisblaði dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni vegna uppbyggingar meðfram Skeifunni og breyting notkunar efri hæða fyrir íbúðir, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019, síðast breytt 20.09.2019. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits dags. 15. mars 2019 um hljóðvist og Greinargerð-Samgöngumat Mannvits dags 17. september 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Samúel Torfi Pétursson dags. 15. október 2019, Sæmundur H. Sæmundsson, framkvæmdastjóri, f.h. Vesturgarðs ehf. dags. 25. nóvember 2019, Ágúst Valfells, stjórnarformaður f.h. Skeifunnar 13A dags. 25. nóvember 2019 og Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 25. nóvember 2019. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Ragnheiði M. Ólafsdóttur f.h. Reita - skrifstofa ehf. dags. 26. nóvember 2019 og f.h. Reita - verslunar ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 13. nóvember 2019.