breyting á deiliskipulagi
Ingólfsstræti 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. maí 2019 var lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkit. f.h. Framkvæmdafélagsins Skjald ehf. dags. 9. apríl 2019 ásamt bréfi dags. 9. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Ingólfsstræti. Í breytingunni felst að heimila stækkun á inndreginni efstu hæð hússins og nýjan inngang frá Skúlagötu, samkvæmt uppdrætti Arkitekta Laugavegi 164 ehf. /Glámu-Kím dags. 20. nóvember 2019. Einnig er lögð fram skýringarmynd dags. 20. nóvember 2019 og aðaluppdr. dags. 13. september 2019 sem sýnir stækkun efstu hæðar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. gr. 12. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100974 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023200