framkvæmdaleyfi
Eiðsgrandi - Ánanaust
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 618
27. janúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta og Reykjavíkurborgar, dags. 31. október 2016, að deiliskipulagi strandsvæðis Eiðsgranda - Ánanaustar. Skipulagssvæðið er um 5,5 hektarar og er eitt stærsta græna svæðið í Vesturbænum og hefur mikið gildi sem útivistarsvæði og er eitt af markmiðum skipulagsins að bæta möguleika til útivistar allt árið um kring. Einnig felst m.a. í tillögunni að bæta grjótvarnargarðinn til að tryggja öryggi og að setja inn í skipulag aðgreinda göngu- og hjólastíga. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 23. janúar 2017. Umsögn Minjastofnunar dags. 27. janúar 2017 lögð fram. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. , dags. 29. desember 2016.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.