breyting á deiliskipulagi
Hamrahlíð 17
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 1. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíð á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð. Í breytingunni felst að byggja inndregna hæð ofan á húsið, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. 1. júlí 2019. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 22. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lovísa Fjeldsted, Anna Agnarsdóttir, Gunnar Hansson og Guðrún Þura Kristjánsdóttir íbúar og eigendur Blönduhlíðar 35 dags. 11. október 2019, stjórn húsfélagsins Bogahlíð 20-22 f.h. íbúa og eigenda Bogahlíðar 20-22 dags. 14. október 2019, Lárus Þór Jónsson, Ólafur Már Lárusson, Sigríður María Lárusdóttir, Lilja Björk Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir dags. 16. október 2019, Vilborg St. Sigurjónsdóttir f.h. íbúa og eigenda að Drápuhlíð 48 dags. 21. október 2019, Selma Dögg Víglundsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigríður K Yngvadóttir, Birna Halldórsdóttir, Geirmundur Hauksson og Elín Jónsdóttir fh. Stjórnar húsfélagsins Bogahlíð 12-18 dags. 21. október 2019 og Lovísa Fjeldsted dags. 22. október 2019 og Lilja Margrét Olsen f.h. Sigrúnar Hermannsdóttur dags. 23. október 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 107254 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012353