framkvæmdaleyfi seinni áfangi
Ártúnsholt, Reykjaæð
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 574
19. febrúar, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Veitna ohf. , mótt. 26. janúar 2016, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Reykjaæða við Ártúnsholt og nýs göngustígs, samkvæmr uppdr. Mannvits, dags. í janúar 2016, um endurnýju stofnlagna og uppdr. Mannvits, dags. í janúar 2016, um gönguleiðir í Ártúnsholti 2016. Einnig er lagður fram uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2016, um kvöð um lagnir og lóðarstækkun í borgarlandi. Jafnframt er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. september 2015 og bréf Veitna ofh., dags. 26. janúar 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 5. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014