Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyting á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að deiliskipulagssvæðinu er skipt þannig að sá helmingur sem er vestan Breiðholtsbrautar verður hluti af hverfisskipulagi fyrir Selás og færast allir skilmálar fyrir það svæði yfir í hverfisskipulag Selás. Austari hlutinn verður áfram hluti deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts. Allir skilmálar fyrir austari hlutann eru óbreyttir, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 27. ágúst 2019.