Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi 1. og 2. hæðar, flóttaleiðar á jarðhæð, fjarlægja núverandi glerskálabyggingu á torgi og endurbyggja með þeirri breytingu að lyfta byggingu upp um heila hæð á afmörkuðu svæði, jafnframt eru gerðar breytingar á eldhúsi, aðstöðu starfsmanna og uppfæra loftræsingu í húsi á lóð nr. 1 við Kalkofnsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2021.
Stækkun er: 500,0 ferm., xx,x rúmm. Gjald kr.12.100