framkvæmdaleyfi
Arnarnesvegur - 3 áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 823
4. júní, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð er fram að nýju skipulagslýsing verkfræðistofunnar EFLU fh. Reykjavíkurborgar og Kópavogs, dags. 19. mars 2021, fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Tillagan var kynnt til og með 25. maí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 29. apríl 2021, Hlynur Gíslason dags. 3. maí 2021, Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 5. maí 2021, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 25. maí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. maí 2021, Vegagerðin dags. 25. maí 2021, Minjastofnun Íslands dags. 26. maí 2021, Skipulagsstofnun dags. 26. maí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 27. maí 2021, Heiðar Ásberg Atlason dags. 28. maí 2021 og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogsbæjar dags. 3. júní 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.