framkvæmdaleyfi
Arnarnesvegur - 3 áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 893
18. nóvember, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júlí 2022 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir og snið Verkís dags. 14. og 31. mars 2022 og dags. í maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 27. apríl 2020, umsögn Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings hjá Laxfiskum dags. 4. október 2021, umsögn Hafrannsóknarstofnunar dags. 5. maí 2022, umsögn Fiskistofu dags. 19. maí 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt sameiginlegri greinargerð Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember 2022.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til greinargerðar Reykjavíkurborgar og Kópavogs, dags.10. nóvember 2022. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.4 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.