beiðni um umsögn - MSS22110131
Laugardalur - austurhluti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 760
31. janúar, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.