beiðni um umsögn - MSS22110131
Laugardalur - austurhluti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 768
3. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Lilju Sigrúnar Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 2. apríl 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti
Svar

Samþykkt að framlengja athugsemdarfrest til 29. apríl 2020.