óleyfileg búseta
Reykjavíkurborg
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 473
3. janúar, 2014
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 13. desember 2013 vegna svohljóðandi samþykktar íþrótta- og tómstundaráðs s.d.: "Íþrótta- og tómstundaráð þakkar starfshópi ÍTR, ÍBR og tennisdeildanna fyrir mikla og góða vinnu við skýrslu um aðstöðumál tennisíþróttarinnar í Reykjavík.
Íþrótta - og tómstundaráð telur að á grundvelli skýrslunnar geti borgaryfirvöld mótað framtíðarstefnu í gerð mannvirkja fyrir tennisíþróttina bæði fyrir afreksfólk og til æfingar í einstökum hverfum.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssvið leggi mat á þær tillögur sem snúa að tennisvöllum í Laugardal og Fossvogi og tennishúsi við hlið mannvirkja TBR.
Óskað er eftir að matið taki til bæði skipulagsforsendna og kostnaðar við framkvæmdir og rekstur og að ráðið fái greinargerð frá USK um málið fyrir 1. febrúar nk.
ÍTR verði falið að ræða við eigendur Egilshallar um tennisvelli við Egilshöll."
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.