(fsp) nýtt hlutverk bygginga núverandi höfuðstöðva Landsbankans
Kvosin
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 719
8. mars, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar. Breytingin er tilkomin vegna þess að ráðgert er að gera gömlu Steinbryggjuna sýnilega og gera að torgsvæði, en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 5. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2019 til og með 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar