breyting á deiliskipulagi
Suðurlandsbraut 18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 566
11. desember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2015 var lögð fram umsókn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit bakhússins svo hann nái yfir núverandi bílageymslu, fjarlægja bílastæði á 2. hæð bílageymslu, byggja allt að þriggja hæða byggingu á suðausturhluta lóðar o.fl., samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf., dags. 22. október 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103524 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022019