breyting á deiliskipulagi
Suðurlandsbraut 18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 617
19. janúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf., mótt. 3. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að hækka bakhús um eina hæð eða í 5 hæðir, sambærilegt með núverandi framhúsi, skv. uppdrætti ASK arkitekta ehf., dags. 3. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2016 til og með 11. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

108 Reykjavík
Landnúmer: 103524 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022019