breyting á deiliskipulagi
Suðurlandsbraut 18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 576
4. mars, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK arkitekta ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar - Ármúla vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit bakhússins svo hann nái yfir núverandi bílageymslu, fjarlægja bílastæði á 2. hæð bílageymslu, byggja allt að þriggja hæða byggingu á suðausturhluta lóðar o.fl., samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf., dags. 22. október 2015. Tillagan var auglýst frá 20. janúar til og með 2. mars 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103524 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022019