Lögð fram umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 vaðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst m.a. að heimill fjöldi hjúkrunarrýma í húshluta 2 verður 152 í stað 120, byggingarreitur er stækkaður sem nemur fjórum hjúkrunarrýmum á hæð, lögun byggingarreita húshluta nr. 4 og tengibyggingar er breytt lítillega, byggingarmagn húss nr. 4 og tengibyggingar ofanjarðar er hækkað, tengibygging verði á einni hæð með reistu þaki að hluta, húshluta nr. 4 hækki í fimm hæðir, heimilt verði að skyggni nái út fyrir byggingarreit, heimilum fjölda hjúkrunarrýma á lóðinni allri er breytt úr 223 í 152, en á sama tíma er bætt við 78 íbúðarrýmum eða alls 230 íbúðar/hjúkrunarrými, skilmálum fyrir bílastæði pr. íbúa/hjúkrunarrýmis er breytt, skilgreindur er byggingarreitur fyrir kjallara o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021.