breyting á deiliskipulagi
Sóltún 2-4
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 868
13. maí, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin felst í megin atriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota annarsvegar hjúkrunarheimili í nr 2 og íbúðir í nr 4. Breytingar varðandi húshluta nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5 hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðar heimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6. hæð að hluta. Byggingarmagn og sérskilmálar eru uppfærðir m.v. þetta og bílastæðaskilmálar eru uppfærðir fyrir Sóltún 4, samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021, síðast breytt 22. febrúar 2022. Einnig er lögð fram breytt tillaga Studio Nexus, móttekið dags 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt og samgöngumat unnið af VSÓ dags febrúar 2022. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Helgi Gunnlaugsson dags. 25. apríl 2022, Þ. Toggi Björnsson dags. 25. apríl 2022, Steinþór Steingrímsson og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir dags. 25. apríl 2022, Einar Karl Kristjánsson dags. 26. apríl 2022, Tryggvi Magnússion dags. 28. apríl 2022, 21 íbúðaeigendur að Mánatúni 2 dags. 2. maí 2022, Jónína S. Pálmadóttir dags. 5. maí 2022, Harald Isaksen dags. 5. maí 2022, Þórunn Selma Þórðardóttir dags. 8. maí 2022, Böðvar Freyr Stefnisson og Snædís Jóhannesdóttir dags. 9. maí 2022, Rakel Ármannsdóttir, Birna Ketilsdóttir og Halla Bogadóttir fh. húsfélagsins Mánatún 6 dags. 9. maí 2022, Stefán Rafn Geirsson dags. 9. maí 2022, Dóra Stefánsdóttir, dags. 9. maí 2022, Emilía Örlygsdóttir og Ómar Örn Hauksson dags. 9. maí 2022, Waldorfleikskólinn Sólstafir dags. 10. maí 2022, 21 íbúðareigendur í Mánatúni 4 dags. 10. maí 2022, Jóhann P. Jónsson dags. 10. maí 2022, Eiríkur G. Guðmundsson dags. 10. maí 2022, stjórn íbúasamtaka Laugardals dags. 11. maí 2022, Margrét Birgisdóttir, Árni Hallgrímsson dags. 11. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 5. maí 2022 og umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. maí 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

105 Reykjavík
Landnúmer: 191884 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066166