Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Sóltúns 4 ehf. dags. 10. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 10. nóvember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vega lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún sem felst í að heimilt verði að lengja þær álmur á núverandi byggingu við Sóltún sem snúa inn að garði, heimilt verði að minnka tengibyggingu á milli Sóltúns hjúkrunarheimilis og hjúkrunartengdra þjónustuíbúða í 1020 m2 í stað 1400 m2 og að heimilt verði að hafa hjúkrunartengda þjónustubyggingu á 5 hæðum í stað 4 hæða auk kjallara sem að hluta yrði bílakjallari, samkvæmt uppdr. Nexus arkitekta ehf. dags. 30. október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.