Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn PK dM arkitekta ehf., mótt. 23. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Lyngháls. Í breytingunni felst að byggingarreitur 5. hæðar stækkar út í útmörk 4. hæðar núverandi húss ásamt því að hann stækkar til suðurs, hámarkshæð útveggja og þaks 5. hæðar hækkar um 1,3 metra, lyftuhús og lagnaskökt mega ná 2 metra upp fyrir hámarkshæð 5. hæðar, nýtingarhlutfall ofanjarðar er hækkað ásamt því að áfram er nýtt heimild í kafla 2.7 til að auka nýtingarhlutfall sem nemur bílageymslum neðanjarðar, neðanjarðargeymslum og tæknirýmum á lóðinni, heimilt er að byggja skyggni á norðurhlið byggingar allt að 2 metra út fyrir byggingarreit og bílastæðaskilmálar eru endurskoðaðir, samkvæmt uppdr. PK dM arkitekta ehf., dags. 23. janúar 2017. Einnig er lögð fram greinargerð, dags. 23. janúar 2017. Tillagan var auglýst frá 1. mars til og með 12. apríl 2017. Engar athugasemdir bárust.