Breyta hluta kjallara úr sameign í séreign. Um er að ræða bæði áðurgerðar br. og framkvæmdir í kjölf.
Njarðargata 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og eignarhaldi í kjallara, byggja svalir, bæta flóttaleiðir úr kjallara, breyta skipulagi íbúða og breyta notkun bílskúrs í vinnustofu í húsi nr. 5 á lóð við Njarðargötu.
Stærð A rýma er: Óbreytt. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 27. apríl 2021 og yfirlit breytinga, ódagsett, samþykki eigenda dags. 21. júní 2021. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. maí 2021, bréf hönnuðar dags. 27. júlí 2021, útreikningur birtuskilyrða hönnuðar móttekið 3. ágúst 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. ágúst 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2021. Húsaskoðunarskýrsla dags. 23. ágúst 2021. Gjald kr.12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njarðargötu 7 og Fjólugötu 19B, 21, 23 og 25.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102199 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023468