breyting á deiliskipulagi
Framnesvegur 40, 42 og 42a
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 611
25. nóvember, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkþings, dags. 1. júlí 2016 um breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðanna nr. 40, 42 og 42a við Framnesveg skv. uppdrætti, dags. 30. júní 2016. Breytingin gengur út á aukið byggingarmagn. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 29. september 2016 til og með 11. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Atli Þór Jóhannsson f.h. Húsfélagsins að Framnesvegi 44, dags. 30. október 2016 og Ásgeir Baldursson, dags. 11. nóvember 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs