breyting á deiliskipulagi
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 394
11. maí, 2012
Annað
315613
314934 ›
Fyrirspurn
Lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 10. júlí 2009, að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti, dags. 21. apríl 2010. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar, dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009, ásamt umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. september 2009,
umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. mars 2010 og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis dags. 15. apríl 2010. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 20. apríl 2010.
Svar

Ítrekuð er ósk um umsögn hverfaráðs Árbæjar.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111277 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010135