Lestartenging við Keflavíkurflugvöll
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 380
30. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. janúar 2012, vegna samþykktar borgarráðs að vísa svohljóðandi tillögu til meðferðar stýrishóps um endurskoðun aðalskipulags: Lagt er til að borgarráð lýsi yfir vilja sínum til þess að tryggja möguleika á lestartengingu milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Viljayfirlýsing þessi verði gerð í trausti þess að vilji annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum standi til hins sama. Lagt er til að sameiginlegum hópi fulltrúa sveitarfélaga verði falið að greina í skipulagi mögulega kosti á legu slíkrar brautar. Hópurinn ljúki verki sínu á yfirstandandi ári. Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja um lestarkerfi milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Svar

Vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur