framkvæmdaleyfi
Furugerði 23
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.