breyting á deiliskipulagi
Sogavegur 119
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 459
13. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. september 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr timbri á steinsteyptum kjallara, síkka gólf í kjallara íbúðarhúss og koma fyrir fimm bílastæðum. Ennfremur er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 119 við Sogaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Erindi fylgja fsp. BN045241 og BN045485. Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Sogavegs. 117 og 156 og Borgargerðis 9 áritað á uppdrátt. Stækkun mhl. 01: xx ferm., xx rúmm. Bílskúr, mhl. 02: Kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm.
Svar

Með vísan til eldri umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013, þar sem fram kemur að skoða mætti möguleika á byggingu bílgeymslna fyrir húsaröðina norðan Sogavegar heildstætt, en vandséð sé hvernig koma eigi fyrir stakstæðri bílgeymslu og aðkomu að henni á lóðinni vegna þeirra atriða er fram koma í umsögninni, er ekki fallist á erindið.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108342 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019269