breyting á deiliskipulagi
Skútuvogur 5 og 7-9
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 875
30. júní, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2022 var lögð fram umsókn Indro Candi dags. 29. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 29. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skútuvogs vestur vegna lóðanna nr. 5 og 7-9 við Skútuvog. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni og stækkun á byggingarreitum lóðarinnar nr. 7-9 ásamt fjölgun bílastæða, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 2. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skútuvogi 6, 8, 10, 11, 12 og Kjalarvogi 5 og 7-15.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021