Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2022 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Baldursgötureits vegna lóðarinnar nr. 25B og 25C við Freyjugötu. Í breytingunni felst leiðrétting lóðarmarka á deiliskipulagsuppdrætti og stærð lóðar í stærðartöflu ásamt aukningu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 22. desember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.