Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2017 var lögð fram umsókn Aðalheiðar Atladóttur, mótt. 15. nóvember 2017, ásamt greinargerð, dags. 8. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 66 við Einarsnes. Breytingin felst í því að skipta lóðinni, Einarsnesi 66/66A uppí tvo hluta: Einarsnes 66/66A og Einarsnes 66B og koma fyrir byggingarreit fyrir hús og bílgeymslu, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 10. október 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.