breyting á deiliskipulagi
Grjótháls 7-11
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 760
31. janúar, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Urban arkitekta ehf. dags. 3. október 2019 ásamt bréfi dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Grjótháls. Í breytingunni felst að hámarkshæð viðbyggingar hækkar úr 11 metrum í 15 metra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 2. október 2019, síðast breytt 31. janúar 2020. Einnig er lagður fram samanburður á skuggavarpi gildandi deiliskipulags og breytingartillögu fyrir lóðina dags. 1. október 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 27. nóvember 2019 til og með 30. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íþaka fasteignir ehf. dags. 30. desember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020.
Svar

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020 sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010868